Afrekssögur kvenna leynast í hversdagsleikanum, drögum þær fram í dagsljósið! Segðu okkur frá þinni afrekskonu.
Hverskyns afrek koma til greina; persónuleg, opinber og pólitísk. Stöðuhækkunin, stúdentsprófið, erfiðisvinnan á heimilinu, bókmenntaverðlaunin, þolfimitíminn, doktorsvörnin, ljóðabókin í skúffunni, förin á Ólympíuleikana og svo mætti endalaust telja
Nú í haust mun Reykjavíkurborg standa fyrir afrekasýningu kvenna á Íslandi í Ráðhúsinu.
Okkar markmið er að vekja athygli á hverskyns afrekum kvenna og hvetja til endurskilgreiningar á hugtakinu, enda leynast afrek kvenna ekki síður í hversdagsleikanum sem hefur áhrif á okkur öll. Afrek kvenna hafa síður ratað á spjöld sögunnar og nú er kominn tími til að hefja þau til þeirrar virðingar sem þau eiga skilið. Drögum þær fram í dagsljósið, hleypum fjölbreytileikanum að og leyfum öllum röddum að heyrast. Segðu okkur frá þinni afrekskonu!
X Loka